Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 13:59 Aducanumab fær ekki brautargengi í Evrópu. EPA/JAWAD JALALI Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar. Lyfið ber heitið Aducanumab og var samþykkt í Bandaríkjunum í sumar. Var það þar með fyrsta nýja lyfið í tuttugu ár sem samþykkt er til notkunar við Alzheimer-sjúkdóminum. Evrópska lyfjastofnunin hefur hins vegar hafnað því að samþykkja lyfið á Evrópumarkaði. Vísar stofnunin til þess að svo virðist sem að lyfið gagnist ekki fullorðnum einstaklingum með snemmbúin einkenni sjúkdómsins. Ekki væri hægt að fullyrða að gagnsemi lyfsins væri meiri en sú hætta sem kynni af stafa af því. Það þótti nokkuð umdeilt þegar lyfið var samþykkt í Bandaríkjunum en greint var frá því að læknar og vísindamenn væru óvissir um gagnsemi lyfsins enda hafa lyfjatilraunir ekki skilað afgerandi niðurstöðum um virkni þess. Í mars 2019 var öllum tilraunum með lyfið Aducanumab hætt þar sem niðurstöður rannsóknar bentu til þess að lyfið gerði ekkert til að koma í veg fyrir Alzheimer. Vísindamenn lyfjaframleiðandans Biogen ákváðu þá að stækka skammtinn sem veittur var í tilrauninni og fór lyfið þá að gefa góða raun. Fyrirtækið segir lyfið hægja verulega á hrörnun heila þeirra sem þjást af Alzheimers. Biogen getur áfrýjað ákvörðuninni en óvíst er hvor fyrirtækið muni sækjast eftir því að fá markaðsleyfi í Bretlandi. Lyf Heilbrigðismál Vísindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Lyf sem vinnur gegn Alzheimer gæti komið á markað innan hálfs árs Lyf sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers sjúkdómsins gæti komið í almenna notkun eftir sex mánuði. 11. ágúst 2020 08:09 Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár. 7. júní 2021 16:48 Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. 12. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Lyfið ber heitið Aducanumab og var samþykkt í Bandaríkjunum í sumar. Var það þar með fyrsta nýja lyfið í tuttugu ár sem samþykkt er til notkunar við Alzheimer-sjúkdóminum. Evrópska lyfjastofnunin hefur hins vegar hafnað því að samþykkja lyfið á Evrópumarkaði. Vísar stofnunin til þess að svo virðist sem að lyfið gagnist ekki fullorðnum einstaklingum með snemmbúin einkenni sjúkdómsins. Ekki væri hægt að fullyrða að gagnsemi lyfsins væri meiri en sú hætta sem kynni af stafa af því. Það þótti nokkuð umdeilt þegar lyfið var samþykkt í Bandaríkjunum en greint var frá því að læknar og vísindamenn væru óvissir um gagnsemi lyfsins enda hafa lyfjatilraunir ekki skilað afgerandi niðurstöðum um virkni þess. Í mars 2019 var öllum tilraunum með lyfið Aducanumab hætt þar sem niðurstöður rannsóknar bentu til þess að lyfið gerði ekkert til að koma í veg fyrir Alzheimer. Vísindamenn lyfjaframleiðandans Biogen ákváðu þá að stækka skammtinn sem veittur var í tilrauninni og fór lyfið þá að gefa góða raun. Fyrirtækið segir lyfið hægja verulega á hrörnun heila þeirra sem þjást af Alzheimers. Biogen getur áfrýjað ákvörðuninni en óvíst er hvor fyrirtækið muni sækjast eftir því að fá markaðsleyfi í Bretlandi.
Lyf Heilbrigðismál Vísindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Lyf sem vinnur gegn Alzheimer gæti komið á markað innan hálfs árs Lyf sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers sjúkdómsins gæti komið í almenna notkun eftir sex mánuði. 11. ágúst 2020 08:09 Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár. 7. júní 2021 16:48 Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. 12. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Lyf sem vinnur gegn Alzheimer gæti komið á markað innan hálfs árs Lyf sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers sjúkdómsins gæti komið í almenna notkun eftir sex mánuði. 11. ágúst 2020 08:09
Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár. 7. júní 2021 16:48
Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. 12. ágúst 2020 20:00