Wade er þó líklega ekki allt of sáttur við spilamennsku sína í kvöld, en þegar þú ert í fjórða sæti heimslistans má búast við því að þú setjir pressu á sjálfan þig.
Wade vann fyrsta settið 3-1, og það sama var uppi á teningnum í öðru setti. Maik Kuivenhoven fór þó illa með hann í þriðja setti og vann alla þrjá leggina.
Þrátt fyrir hálf slappa spilamennsku í fjórða setti hafði Wade betur 3-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum, en getur líklega þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila gegn betri andstæðingi í kvöld.
𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗴𝗲𝘁𝘀 𝗼𝘃𝗲𝗿 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗶𝗻𝗲!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2021
It wasn't Wade's best performance but he comfortably gets past Maik Kuivenhoven to reach the Third Round.
Average under 84, but that will matter not to Wade as he progresses! pic.twitter.com/XM3qBM6io5
Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Luke Woodhouse betur gegn James Wilson 3-1 og Rusty-Jake Rodriguez vann 3-1 sigur gegn Ben Robb. Áður hafði bróðir Rusty-Jake Rodriguez, Rowby-John Rodriguez, tryggt sig áfram. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bræður fara báðir áfram á sama Heimsmeistaramótinu.
Years in which brothers have both won matches in a PDC World Championship
— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) December 20, 2021
2015 - Kim and Ronny Huybrechts
2022 - Rowby-John and Rusty-Jake Rodriguez
Að lokum má ekki gleyma endurkomu fimmfalda heimsmeistararns Raymond van Barneveld á stóra sviðið, en hann lagði pílurnar á hilluna árið 2019. Barneveld fór nokkuð örugglega í gegnum andstæðing kvöldsins, Laurence Ilagan, með 3-0 sigri.
Barneveld mætir heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross, í 64-manna úrslitum.