Útherjinn Chris Godwin meiddist þá á hné og í fyrstu var talið að hann gæti spilað aftur á tímabilinu. Í gær kom síðan í ljós að hann hefði slitið krossband og að tímabilið hans því búið.
Chirs Godwin has an ACL tear and will miss the rest of the season, head coach Bruce Arians says.
— The Athletic (@TheAthletic) December 20, 2021
Godwin had 1,103 yards and 5 touchdowns for Tampa Bay this season. pic.twitter.com/qgHsW81gFv
Vopnabúr Tom Brady skrapp talsvert saman við þetta en nú þarf hann að treysta meira á vandræðagemlinginn Antonio Brown í úrslitakeppninni.
Godwin meiddist eftir tæklingu frá P.J. Williams hjá New Orleans Saints.
„Maður finnur til með honum af því að hann var að eiga svo gott ár og hvernig þessi tækling var. Hún er lögleg en svona tækling er eitthvað sem við þurfum að skoða betur eftir tímabilið,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers.
For all the Saints fans defending their scumbag tactics - look at how low PJ Williams is. His knee is ON THE GRASS for crying out loud! Clearly targeting Godwin's knees. Ridiculous. pic.twitter.com/oayocyhsWi
— Steven Cheah (@StevenCheah) December 20, 2021
„Við höfum svo miklar áhyggjur af því að menn séu að fá högg á höfuðið að við erum í staðinn að fá mikið af hnémeiðslum vegna svona tæklinga. En þetta er löglegt í dag og ekkert við það að athuga,“ sagði Arians.
Godwin endaði tímabilið með fimm snertimörk en hann greið 98 sendingar fyrir 1103 jördum. Aðeins einn leikmaður í sögu Tampa Bay Buccaneers hefur gripið fleiri bolta á einu tímabili.
Leikstjórnandinn Tom Brady missti þarna góðan mann og var pirraður eftir leikinn. Hann sagði þetta tæklingu sem NFL-deildin yrði að losa sig við.