Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 12:50 Stúlkan var að máta kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt á næsta ári þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns. AP/Richard Vogel Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira