Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.

Of snemmt er að draga ályktanir um álagið sem omíkron-afbrigðið mun valda Landspítalanum. Veikt fólk beið úti tímunum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Rætt verður við yfirlögregluþjón almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig höldum við áfram að fjalla um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga, en spennan í efri skorpunni er að gefa sig og líkur taldar hafa aukist á öðru gosi, að sögn eldfjallafræðings.

Þrjátíu kíló af maríhúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×