Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 15:15 Upptaka úr vestismyndavél lögregluþjóns sýnir þegar Elena Lopez var skotinn til bana. Lögreglan telur að eitt þeirra skota sem lögregluþjónninn skaut úr riffli sínum hafi skoppað af gólfinu og hæft unga stúlku sem hafði leitað sér skjóls með móður sinni í mátunarklefum fyrir aftan Lopez. Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira