Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, greindi frá andlátinu í gær, en rannsóknir Leakey eru sagðar hafa átt lykilþátt í að nú sé almennt viðurkennt að Afríka sé vagga mannkyns.
Hann fór sömuleiðis um árabil fyrir baráttunni gegn veiðiþjófnaði í Afríku og vakti það heimsathygli þegar hann brenndi stóran haug af fílabeinum árið 1989.
Leakey gegndi fjölda starfa og embætta innan kenískra stjórnkerfisins og stýrði fjölda stofnana á sínum starfsferli. Þá stýrði hann sjónvarpsþáttunum The Making of Mankind á BBC árið 1981, en þættirnir vöktu mikla athygli á sínum tíma.
Hann var höfundur nokkurra bóka um uppruna mannkyns sem byggðu á fornleifarannsóknum sínum í Afríku.