Rafa Benitez, þjálfari Everton, hefur svo sannarlega opnað veskið á undanförnum dögum en skömmu áður en félagaskiptaglugginn opnaði var staðfest að Everton hefði fest kaup á vinstri bakverðinum Vitaliy Mykolenko.
Í dag tilkynnti félagið svo að það hefði fest kaup á tvítugum hægri bakverði frá Rangers í Skotlandi. Sá heitir Nathan Patterson og kostaði 16 milljónir punda.
Patterson hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Rangers þar sem James Tavernier, fyrirliði liðsins, leikur einnig í stöðu hægri bakvarðar.
Þrátt fyrir það hefur Everton ákveðið að leggja út 16 milljónir punda í þennan tvítuga leikmann sem á eflaust að leysa Séamus Coleman af hólmi þegar fram líða stundir.
| Ready to start a new chapter.
— Everton (@Everton) January 4, 2022
@np4tterson
Hægri bakvörðurinn ungi á að baki sex A-landsleiki fyrir Skotland og segir ákvörðun sína að ganga í raðir Everton þá auðveldustu sem hann hafi tekið.
Everton er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 18 umferðum.