Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 20:15 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17