Innlent

Raf­magn komið aftur á í miðborginni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slabb í miðbæ Reykjavíkur
Slabb í miðbæ Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Rafmagn er komið aftur á flestum stöðum miðborgar Reykjavíkur en rafmagnslaust var vegna háspennubilunar fyrr í kvöld. Þó er enn rafmagnslaust á Bókhlöðustíg þessa stundina. 

Rafmagnslaust var í Garðastræti, Suðurgata, Tjarnagata og á Bókhlöðustíg. Nú stendur líklega aðeins Bókhlöðustígur eftir en mögulega nærliggjandi hús í kring.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Orkuveitunni, segir að vel hafi gengið að koma rafmagninu aftur á. Háspennubilanir komi fyrir af og til en mismunandi er hvað veldur.

Við höfum lent í því tvisvar sinnum á undanförnum vikum að það hefur verið grafið í streng. Þetta eru ekki alltaf beint bilanir í strengjunum heldur stundum kemur eitthvað fyrir. Kannski einhver verktaki að vinna eða eitthvað og grefur í streng, en ég veit ekki hvað þetta var núna, segir Ólöf. 

Þeir sem enn eru rafmagnslausir er bent á að slökkva á rafmagnstækjum sem slökkva ekki á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það eigi sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki auk sjónvarpa. Þetta kemur fram í tilkynningu Veitna.

Segir að þetta komi fyrir af og til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×