Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 22:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira