Kennarar ósáttir við Katrínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 20:17 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Kennarasambands Íslands er gagnrýnin á ummæli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, frá því í dag um skólastarf og konur í vinnu. Þá segir stjórnin ummæli Katrínar um að frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar hafi alltaf staðið til að halda skólum opnum séu röng. Upprunalega hafi staðið til að fara í umfangsmiklar lokanir á skólum en því hafi verið breytt eftir samráð við skólafólk. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem segist hafa alvarlegar athugasemdir um ummæli forsætisráðherra. Sagði alltaf hafa staðið til að halda skólum opnum Eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar, sagði Katrín að kapp hefði verið lagt á að halda skólum opnum í faraldrinum til að tryggja börnum menntun og rútínu og vegna jafnréttis. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi.“ Raskanir og vandamál en góður árangur Stjórn KÍ segir erlend ríki hafa horft til Íslands sem fyrirmyndar um það hvernig menntakerfi geti tekist á við erfiðleika faraldurs. Hér hafi orðið raskanir og uppsafnaður heilsufarslegur, félagslegur og námslegur vandi sé raunverulegur og alvarlegur. Þó virðist sem íslensku menntakerfi hafi tekist að mæta þeim áskorunum sem skollið hafa á því. „Lykillinn að þeim árangri felst fyrst og fremst í aðlögunarhæfni og fagmennsku íslensks skólafólks. Allt frá því að það fékk þetta verkefni í fangið hefur það verið vakið og sofið yfir námi og velferð nemenda og reynt að bjarga því sem bjargað yrði. Aðstæður skóla hafa verið afar misjafnar en það sem hefur einkennt þá alla er seigla, aðlögunarhæfni og nýsköpun. Margir skólar hafa tekist á við ítrekuð áföll en skólafólkið gerir enn sitt besta á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir þar að í upphafi hafi staðið til að fara í stórfelldar lokanir skóla og tilfærslu náms í fjarnám og þá meðal annars með aðkomu Menntamálastofnunar og Ríkisútvarpsins. Eftir samráð við fulltrúa skólasamfélagsins hafi verið hætt við það. Þeir hafi bent á að betra yrði að treysta því að skólafólk á hverjum stað væri best til þess fallið að leita leiða til að halda skólastarfinu gangandi. „Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi. Ef stjórnmálamenn hafa áhuga á að læra af árangri íslenskra stjórnmálamanna í menntamálum síðustu misserin er lærdómurinn sá að rétt sé að treysta á fagfólk og eiga í öflugu samráði.“ Ekkert samráð um óbreyttar aðgerðir Stjórn KÍ segir að núverandi menntamálaráðherra hafi sagst vilja halda áfram að vinna á þennan hátt. Til þess hafi verið komið á daglegum samráðsfundum þar sem aðilar skólasamfélagsins eigi sína fulltrúa. Ákvörðunin sem kynnt hafi verið í dag um að halda skólastarfi óbreyttu hafi ekki verið rædd á þessum vettvangi, þó stjórnin segi að „skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða“. „Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. Raunveruleikinn er sá að þegar hafa orðið miklar raskanir á skólastarfi frá áramótum og það verður afar flókið að standa vörð um menntun í landinu á næstu dögum og vikum. Leiðin áfram hlýtur að byggja á því sem hingað til hefur virkað: Að hlusta á og treysta fagfólki. Við höfum dæmi víðar en úr skólastarfi um það að stjórnvöldum fer þá fyrst að skrika fótur þegar þau taka eigin pólitísku sannfæringu fram yfir ráð þeirra sem best til þekkja.“ „Hæg heimatökin að byrja á eigin ranni“ Í yfirlýsingunni skorar stjórn KÍ á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Bæði þegar komi að námi eða sóttvörnum. „Þá gerir stjórnin alvarlega athugasemd við þann málflutning að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. Ef stjórnvöldum er jafn annt um jafnrétti og þau segja eru þeim hæg heimatökin að byrja á eigin ranni – enda viðhalda þau sjálf einu stærsta, kerfislæga ójafnrétti íslensks samfélags: láglaunastefnu kvennastétta í opinberum störfum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01 Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Upprunalega hafi staðið til að fara í umfangsmiklar lokanir á skólum en því hafi verið breytt eftir samráð við skólafólk. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem segist hafa alvarlegar athugasemdir um ummæli forsætisráðherra. Sagði alltaf hafa staðið til að halda skólum opnum Eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar, sagði Katrín að kapp hefði verið lagt á að halda skólum opnum í faraldrinum til að tryggja börnum menntun og rútínu og vegna jafnréttis. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi.“ Raskanir og vandamál en góður árangur Stjórn KÍ segir erlend ríki hafa horft til Íslands sem fyrirmyndar um það hvernig menntakerfi geti tekist á við erfiðleika faraldurs. Hér hafi orðið raskanir og uppsafnaður heilsufarslegur, félagslegur og námslegur vandi sé raunverulegur og alvarlegur. Þó virðist sem íslensku menntakerfi hafi tekist að mæta þeim áskorunum sem skollið hafa á því. „Lykillinn að þeim árangri felst fyrst og fremst í aðlögunarhæfni og fagmennsku íslensks skólafólks. Allt frá því að það fékk þetta verkefni í fangið hefur það verið vakið og sofið yfir námi og velferð nemenda og reynt að bjarga því sem bjargað yrði. Aðstæður skóla hafa verið afar misjafnar en það sem hefur einkennt þá alla er seigla, aðlögunarhæfni og nýsköpun. Margir skólar hafa tekist á við ítrekuð áföll en skólafólkið gerir enn sitt besta á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir þar að í upphafi hafi staðið til að fara í stórfelldar lokanir skóla og tilfærslu náms í fjarnám og þá meðal annars með aðkomu Menntamálastofnunar og Ríkisútvarpsins. Eftir samráð við fulltrúa skólasamfélagsins hafi verið hætt við það. Þeir hafi bent á að betra yrði að treysta því að skólafólk á hverjum stað væri best til þess fallið að leita leiða til að halda skólastarfinu gangandi. „Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi. Ef stjórnmálamenn hafa áhuga á að læra af árangri íslenskra stjórnmálamanna í menntamálum síðustu misserin er lærdómurinn sá að rétt sé að treysta á fagfólk og eiga í öflugu samráði.“ Ekkert samráð um óbreyttar aðgerðir Stjórn KÍ segir að núverandi menntamálaráðherra hafi sagst vilja halda áfram að vinna á þennan hátt. Til þess hafi verið komið á daglegum samráðsfundum þar sem aðilar skólasamfélagsins eigi sína fulltrúa. Ákvörðunin sem kynnt hafi verið í dag um að halda skólastarfi óbreyttu hafi ekki verið rædd á þessum vettvangi, þó stjórnin segi að „skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða“. „Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. Raunveruleikinn er sá að þegar hafa orðið miklar raskanir á skólastarfi frá áramótum og það verður afar flókið að standa vörð um menntun í landinu á næstu dögum og vikum. Leiðin áfram hlýtur að byggja á því sem hingað til hefur virkað: Að hlusta á og treysta fagfólki. Við höfum dæmi víðar en úr skólastarfi um það að stjórnvöldum fer þá fyrst að skrika fótur þegar þau taka eigin pólitísku sannfæringu fram yfir ráð þeirra sem best til þekkja.“ „Hæg heimatökin að byrja á eigin ranni“ Í yfirlýsingunni skorar stjórn KÍ á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Bæði þegar komi að námi eða sóttvörnum. „Þá gerir stjórnin alvarlega athugasemd við þann málflutning að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. Ef stjórnvöldum er jafn annt um jafnrétti og þau segja eru þeim hæg heimatökin að byrja á eigin ranni – enda viðhalda þau sjálf einu stærsta, kerfislæga ójafnrétti íslensks samfélags: láglaunastefnu kvennastétta í opinberum störfum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01 Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01
Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58