Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 17. janúar 2022 12:00 Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun