Bergwijn kom Tottenham til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 21:55 Steven Bergwijn reyndist hetja Tottenham í kvöld. Tottenham Hotspur Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú. Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira