Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2022 10:36 Ragnheiður segist telja að það sé erfiðara að reyna að svindla sér í gegn núna, þegar bólusetningarnar fara fram í minna rými. Vísir/Vilhelm Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira