Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Gray Line í beinni útsendingu en hann er einn stjórnenda í ferðaþjónustu sem sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um það sem þeir segja afleita stöðu geirans. Honum sé hreinlega að blæða út.
Við fjöllum einnig um alvarlegasta mál sem komið hefur á borð Hundaræktarfélags Íslands en mæðgum sem gert hafa út Schäferhunda-ræktun um árabil var vísað úr félaginu í fimmtán ár fyrir fjölmörg brot.
Þá verður rætt við Íslending í Boston, sem segir íbúa fulldramatíska í hríðarbyl sem þar gengur nú yfir, kynnum okkur náttúruvín sem njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og okkar maður Magnús Hlynur heimsækir afkastamestu kú landsins, Skör í Ölfusi.