Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:36 Eva Dögg segir nauðsynlegt að kynleiðréttingaraðgerðir verði settar í forgangsröðun. Vísir/Samsett Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi. Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi.
Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30