Við greinum frá aðgerðum vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið frá því seint í kvöld og nótt. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra landsins lýst yfir hættuástandi um allt land frá miðnætti vegna veðursins.
Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgi um tæp þrjátíu þúsund á næstu fimm árum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér og anna ekki eftirspurn atvinnulífsins eftir starfsfólki á öllum sviðum samfélagsins.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.