Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019.
10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.
— Olympics (@Olympics) February 7, 2022
He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer.
Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH
Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji.
„Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot.
„Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“
Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið.