Jónatan Magnússon: Vonandi er þetta það sem koma skal Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:29 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „Þetta er sterkur sigur hjá okkur, mikilvægur og ég er því mjög ánægður,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-24 sigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag. „ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“ Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
„ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“
Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni