Ráða íslensk sveitarfélög við verkefnið? Friðrik Jónsson og Ragnar Þór Pétursson skrifa 16. febrúar 2022 13:31 Á hverjum degi streyma um 29 þúsund manns til starfa hjá sveitarfélögum, 75% af þeim eru konur. Störfin eru fjölbreytt og krefjast mörg mikillar sérhæfingar t.d. kennsla barna í leik-, grunn- og tónlistarskólum; þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og félagsráðgjöf. Samfélagslegt mikilvægi þessara starfa er óumdeilt en launin segja því miður aðra sögu. Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut? Veikburða sveitarstjórnarstig getur ekki hækkað laun Í aldarfjórðung hefur það verið stefnan á Íslandi að auka dreifstýringu og flytja yfir til sveitarfélaga viðamikla sérfræðiþjónustu sem áður var á hendi ríkisins. Samhliða hafa alþjóðlegar úttektir bent á síaukna þjónustuþyngd, ósjálfbærni og miklar brotalamir tengt tilflutningnum. Allra síðustu misseri hefur orðið alvarlegt bakslag þegar einstaka sveitarfélög hafa jafnvel hafnað að standa undir grunnþjónustu á þeirri forsendu að hún sé ekki nægilega arðbær! Smæð og fjöldi sveitarfélaga hefur jafnframt skapað óhagræði stærðar og veikt sveitarstjórnarstigið. Sveitarfélögin eiga beinlínis litla raunhæfa möguleika á að standa undir hlutverki sínu. Umbótaviðleitni hefur því miður litlu skilað því sundurleit hjörð sveitarfélaga á í frekar eitruðu sambandi innbyrðis og enn verra sambandi við ríkið. Jafnvel í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga fer lítið fyrir því að þetta grundvallarmál sé sett á oddinn. Að menntun sé metin til launa hjá sveitarfélögum – um hvað snýst það? Meðan það er hlutverk sveitarfélaga að halda úti sérhæfðri þjónustu verður að búa svo um hnútana að laun fyrir sérfræðinga séu samkeppnishæf, endurspegli samfélagslegt virði starfa og réttlæti kostnað vegna námsins. Að öðrum kosti mun enginn sjá hag í að mennta sig. Allt nám útheimtir enda töluverð bein útgjöld og einnig dýrmætan tíma sem hefði getað verið nýttur til að afla tekna. Það er þá ekki aðeins tímafrekt og kostnaðarsamt að afla sér menntunar, í samfélagi nútímans verður æ algengara að menntunarkröfur starfsstétta nái til alls starfsferilsins gegnum starfsþróun. Flestir taka námslán til að standa undir tekjumissi og auknum útgjöldum vegna náms og skuldbinda sig framvegis til að vinna tæplega tuttugu daga á ári til þess að standa undir afborgunum og vöxtum. Seinni innkoma ungs fólks á vinnumarkað gerir að verkum að verðmætustu árunum í öflun lífeyrisréttinda er fórnað.Fórnin er mikil og launin verða að endurspegla það - um þetta snýst ákallið um að menntun sé metin til launa. Vanmat á störfum kennara hjá sveitarfélögum er eitt skýrasta dæmið Eitt skýrasta dæmið um vanmat á menntun má finna í störfum kennara. Gefum okkur einstakling sem stendur frammi fyrir námsvali að loknum framhaldsskóla. Þessi einstaklingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kennsla barna sé réttur vettvangur til að að veita hæfileikum og hugsjónum útrás. Frá sjónarhóli samfélagsins er augljóst að svona fólk þarf að laða að kennaranámi. Frá sjónarhóli einstaklingsins er valið ekki jafn augljóst. Tölfræði ársins 2020 sýnir nefnilega að þessi manneskja gæti hæglega lokið skólagöngu sinni eftir framhaldsskóla og valið sér starf í verslun eða þjónustu og fengið 100 þúsund krónum hærri heildarlaun á mánuði heldur en í grunnskóla að loknu fimm ára háskólanámi! Þaðan gæti leiðin legið víða um vinnumarkaðinn og oftast þannig að launin hækki reglulega fram eftir starfsævinni en sú er ekki raunin fyrir kennara. Hvergi innan OECD taka laun kennara minni hækkunum yfir starfsævina en á Íslandi. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál og mun koma niður á menntun barna okkar en því miður situr þetta fast í gangverki misheppnaðrar stefnumörkunar um dreifstýrt stjórnvald í landinu. Vinnum saman fyrir fólkið og sýnum styrk í samstöðunni Mikill styrkur verkalýðshreyfingarinnar er helsta vopn íslensks launafólks en yfir 90% vinnandi fólks er í stéttarfélögum samanborið við 67% í Danmörku. Hin sterka íslenska verkalýðshreyfing er byggð upp af ákveðnum kvíum og heildarsamtök launafólks – BHM, KÍ, ASÍ og BSRB – eru eðlilega ekki sammála um allt. Stundum eru hagsmunir aðildarfélaga ólíkir, eðli málsins samkvæmt. Um flest erum við þó sammála. Öll samtökin vilja samfélag þar sem lágmarkslaun duga fyrir framfærslu og skapa nægjanlegt fjárhagslegt öryggi. Öll viljum við sterkan veikinda-, orlofs og lífeyrisrétt. Enn fremur viljum við öll öflugt verðlagseftirlit, lága verðbólgu, sanngjarnt skattkerfi og sterka samkeppnislöggjöf. En þegar kemur að sértækum hagsmunamálum samtakanna verðum við að sýna hverju öðru virðingu. Krafan um sanngjörn laun fyrir menntun er t.a.m. stundum afbökuð sem einhverskonar vanþóknun á minna menntuðu fólki. Slík framsetning er ekki aðeins heimskuleg heldur vegur hún að kjarna samfélagsgerðarinnar. Þegar svona málflutningur heldur í hina ósýnilegu hönd frjálsu markaðsaflanna skapast aðstæður til að tæra mikilvæg samfélagsleg grunnkerfi. Krafa BHM og KÍ um sanngjarnt mat á virði menntunar snýst ekki um það að grafa undan öðrum réttmætum kröfum í íslensku samfélagi eða fella dóm um virði annarra. Þvert á móti. Hagsæld samfélags ræðst að verulegu leyti af mannauðinum en mannauður verður hvorki til í tómarúmi né af sjálfum sér. Það er til lítils að hafa menntakerfi sem ekki er hægt að manna af kennurum eða heilbrigðiskerfi sem ekki verður mannað með heilbrigðisstarfsfólki. Það er ákall okkar, sem þetta skrifa, að verkalýðshreyfingin sýni styrk sinn í samstöðunni og eyði ekki kröftum sínum í hjaðnaðarvíg innbyrðis eða láta etja sér í innbyrðis átök og flokkadrætti. Með gagnkvæmri virðingu, skilningi og stuðningi í helstu baráttumálum launþega er hægt að ná miklum árangri. Það er sannarlega ekki vanþörf á því. Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Friðrik Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi streyma um 29 þúsund manns til starfa hjá sveitarfélögum, 75% af þeim eru konur. Störfin eru fjölbreytt og krefjast mörg mikillar sérhæfingar t.d. kennsla barna í leik-, grunn- og tónlistarskólum; þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og félagsráðgjöf. Samfélagslegt mikilvægi þessara starfa er óumdeilt en launin segja því miður aðra sögu. Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut? Veikburða sveitarstjórnarstig getur ekki hækkað laun Í aldarfjórðung hefur það verið stefnan á Íslandi að auka dreifstýringu og flytja yfir til sveitarfélaga viðamikla sérfræðiþjónustu sem áður var á hendi ríkisins. Samhliða hafa alþjóðlegar úttektir bent á síaukna þjónustuþyngd, ósjálfbærni og miklar brotalamir tengt tilflutningnum. Allra síðustu misseri hefur orðið alvarlegt bakslag þegar einstaka sveitarfélög hafa jafnvel hafnað að standa undir grunnþjónustu á þeirri forsendu að hún sé ekki nægilega arðbær! Smæð og fjöldi sveitarfélaga hefur jafnframt skapað óhagræði stærðar og veikt sveitarstjórnarstigið. Sveitarfélögin eiga beinlínis litla raunhæfa möguleika á að standa undir hlutverki sínu. Umbótaviðleitni hefur því miður litlu skilað því sundurleit hjörð sveitarfélaga á í frekar eitruðu sambandi innbyrðis og enn verra sambandi við ríkið. Jafnvel í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga fer lítið fyrir því að þetta grundvallarmál sé sett á oddinn. Að menntun sé metin til launa hjá sveitarfélögum – um hvað snýst það? Meðan það er hlutverk sveitarfélaga að halda úti sérhæfðri þjónustu verður að búa svo um hnútana að laun fyrir sérfræðinga séu samkeppnishæf, endurspegli samfélagslegt virði starfa og réttlæti kostnað vegna námsins. Að öðrum kosti mun enginn sjá hag í að mennta sig. Allt nám útheimtir enda töluverð bein útgjöld og einnig dýrmætan tíma sem hefði getað verið nýttur til að afla tekna. Það er þá ekki aðeins tímafrekt og kostnaðarsamt að afla sér menntunar, í samfélagi nútímans verður æ algengara að menntunarkröfur starfsstétta nái til alls starfsferilsins gegnum starfsþróun. Flestir taka námslán til að standa undir tekjumissi og auknum útgjöldum vegna náms og skuldbinda sig framvegis til að vinna tæplega tuttugu daga á ári til þess að standa undir afborgunum og vöxtum. Seinni innkoma ungs fólks á vinnumarkað gerir að verkum að verðmætustu árunum í öflun lífeyrisréttinda er fórnað.Fórnin er mikil og launin verða að endurspegla það - um þetta snýst ákallið um að menntun sé metin til launa. Vanmat á störfum kennara hjá sveitarfélögum er eitt skýrasta dæmið Eitt skýrasta dæmið um vanmat á menntun má finna í störfum kennara. Gefum okkur einstakling sem stendur frammi fyrir námsvali að loknum framhaldsskóla. Þessi einstaklingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kennsla barna sé réttur vettvangur til að að veita hæfileikum og hugsjónum útrás. Frá sjónarhóli samfélagsins er augljóst að svona fólk þarf að laða að kennaranámi. Frá sjónarhóli einstaklingsins er valið ekki jafn augljóst. Tölfræði ársins 2020 sýnir nefnilega að þessi manneskja gæti hæglega lokið skólagöngu sinni eftir framhaldsskóla og valið sér starf í verslun eða þjónustu og fengið 100 þúsund krónum hærri heildarlaun á mánuði heldur en í grunnskóla að loknu fimm ára háskólanámi! Þaðan gæti leiðin legið víða um vinnumarkaðinn og oftast þannig að launin hækki reglulega fram eftir starfsævinni en sú er ekki raunin fyrir kennara. Hvergi innan OECD taka laun kennara minni hækkunum yfir starfsævina en á Íslandi. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál og mun koma niður á menntun barna okkar en því miður situr þetta fast í gangverki misheppnaðrar stefnumörkunar um dreifstýrt stjórnvald í landinu. Vinnum saman fyrir fólkið og sýnum styrk í samstöðunni Mikill styrkur verkalýðshreyfingarinnar er helsta vopn íslensks launafólks en yfir 90% vinnandi fólks er í stéttarfélögum samanborið við 67% í Danmörku. Hin sterka íslenska verkalýðshreyfing er byggð upp af ákveðnum kvíum og heildarsamtök launafólks – BHM, KÍ, ASÍ og BSRB – eru eðlilega ekki sammála um allt. Stundum eru hagsmunir aðildarfélaga ólíkir, eðli málsins samkvæmt. Um flest erum við þó sammála. Öll samtökin vilja samfélag þar sem lágmarkslaun duga fyrir framfærslu og skapa nægjanlegt fjárhagslegt öryggi. Öll viljum við sterkan veikinda-, orlofs og lífeyrisrétt. Enn fremur viljum við öll öflugt verðlagseftirlit, lága verðbólgu, sanngjarnt skattkerfi og sterka samkeppnislöggjöf. En þegar kemur að sértækum hagsmunamálum samtakanna verðum við að sýna hverju öðru virðingu. Krafan um sanngjörn laun fyrir menntun er t.a.m. stundum afbökuð sem einhverskonar vanþóknun á minna menntuðu fólki. Slík framsetning er ekki aðeins heimskuleg heldur vegur hún að kjarna samfélagsgerðarinnar. Þegar svona málflutningur heldur í hina ósýnilegu hönd frjálsu markaðsaflanna skapast aðstæður til að tæra mikilvæg samfélagsleg grunnkerfi. Krafa BHM og KÍ um sanngjarnt mat á virði menntunar snýst ekki um það að grafa undan öðrum réttmætum kröfum í íslensku samfélagi eða fella dóm um virði annarra. Þvert á móti. Hagsæld samfélags ræðst að verulegu leyti af mannauðinum en mannauður verður hvorki til í tómarúmi né af sjálfum sér. Það er til lítils að hafa menntakerfi sem ekki er hægt að manna af kennurum eða heilbrigðiskerfi sem ekki verður mannað með heilbrigðisstarfsfólki. Það er ákall okkar, sem þetta skrifa, að verkalýðshreyfingin sýni styrk sinn í samstöðunni og eyði ekki kröftum sínum í hjaðnaðarvíg innbyrðis eða láta etja sér í innbyrðis átök og flokkadrætti. Með gagnkvæmri virðingu, skilningi og stuðningi í helstu baráttumálum launþega er hægt að ná miklum árangri. Það er sannarlega ekki vanþörf á því. Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun