Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og farið yfir veðurhorfurnar fram undan í beinni útsendingu.
Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og segir að Íslendingar muni taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum.
Við verðum einnig í beinni frá miðbænum þar sem bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina, heyrum í bæjarstjóra Fjarðabyggðar um ákall í jarðgangnagerð á Austfjörðum og hittum prest sem nýtti skemmtilegu dagsetninguna 22.02.22 í brúðkaupsmaraþon.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.