Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. febrúar 2022 19:29 Tímamót í Vinabæ Vísir/Arnar Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40