Segir Liverpool hafa gert það sem það geti fyrir Salah Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 13:32 Liverpool FC v FC Internazionale: Round Of Sixteen Leg Two - UEFA Champions League LIVERPOOL, ENGLAND - MARCH 08: Mohamed Salah of Liverpool in action during the UEFA Champions League Round Of Sixteen Leg Two match between Liverpool FC and FC Internazionale at Anfield on March 08, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Ákvörðunin um það hvort að Mohamed Salah framlengi samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool liggur í höndum Egyptans sem nú ætti að vita hvað Liverpool hefur að bjóða. Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira