Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 11:38 Sigurður Ingi segir að íbúar sveitarfélaga eigi að fá meira að segja um framtíð sína. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira