Þá tökum við fyrir viðskiptaþvinganir sem koma munu til með að gera þá algjörlega háða Kínverjum eða Indverjum, að sögn doktors í þjóðarétti. Efnahagur Rússa mun hrynja en fjórði pakki þvingunaraðgerða gegn ríkinu var kynntur í gær.
Við ræðum einnig við heilbrigðisráðherra um stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem sætt hefur gagnrýni íbúa á Reykjanesi og bæjaryfirvalda síðustu vikur.
Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglunni kom sér vel fyrir manninn sem á langan brotaferil að baki.
Þá tökum við tali fréttamann bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes sem staddur er ásamt tökuliði hér á landi að vinna umfjöllun um þátttöku Íslands í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva - og Eurovision. Við verðum einnig í beinni úr Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi, þar sem framlag Íslands í téðri söngvakeppni verður valið.