Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hittum einnig við úkraínskar konur sem komu til landsins um helgina og dást að hlýhug Íslendinga.
Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu í dag eftir aðgerðum fyrir heimilin vegna verðbólgu og verðhækkana.
Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri og hafa pappír- og plasttunnur ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Við skoðum málið í kvöldfréttum og sjáum hvernig ruslið fauk um borgina í óveðrinu í dag. Þá hittum við ung hjón sem ákváðu að gerast ullarbændur og selja nú lopaband beint frá býli og kíkjum á danskeppni grunnskólabarna í Borgarleikhúsinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.