Njarðvík ekki í neinum vandræðum með Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 20:10 Njarðvíkurkonur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Bára Njarðvík vann einkar sannfærandi 27 stiga sigur á Breiðabliki í fyrsta leik kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 82-55. Bæði lið léku í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna um liðna helgi. Njarðvík steinlá gegn verðandi meisturum Hauka í undanúrslitum meðan Breiðablik vann stórsigur á Snæfelli en tapaði naumlega gegn Haukum í úrslitum. Virðist sem sá leikur hafi setið í Kópavogsliðinu en það átti aldrei möguleika í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það hægðist aðeins á sóknarleik heimakvenna í öðrum leikhluta og gestirnir voru aðeins átta stigum undir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hver svo sem ræða Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, var þá gekk hún fullkomlega upp. Lið hans gjörsamlega kafsigldi gestina í þriðja leikhluta og gekk í raun f´ra leiknum. Staðan að endingu 82-55 og stórsigur Njarðvíkur staðreynd. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 17 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Diane Diéné Oumou kom þar á eftir með 15 stig. Hjá Blikum voru Anna Soffía Lárusdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæstar með 14 stig. Sigurinn þýðir að Njarðvík er nú með 28 stig líkt og bæði Valur og Haukar. Liðin sita í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Síðarnefndu liðin leika síðar í kvöld. Breiðablik er sem fyrr í næstneðsta sæti Subway-deildar kvenna með 12 stig að loknum 22 leikjum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Bæði lið léku í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna um liðna helgi. Njarðvík steinlá gegn verðandi meisturum Hauka í undanúrslitum meðan Breiðablik vann stórsigur á Snæfelli en tapaði naumlega gegn Haukum í úrslitum. Virðist sem sá leikur hafi setið í Kópavogsliðinu en það átti aldrei möguleika í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það hægðist aðeins á sóknarleik heimakvenna í öðrum leikhluta og gestirnir voru aðeins átta stigum undir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hver svo sem ræða Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, var þá gekk hún fullkomlega upp. Lið hans gjörsamlega kafsigldi gestina í þriðja leikhluta og gekk í raun f´ra leiknum. Staðan að endingu 82-55 og stórsigur Njarðvíkur staðreynd. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 17 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Diane Diéné Oumou kom þar á eftir með 15 stig. Hjá Blikum voru Anna Soffía Lárusdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæstar með 14 stig. Sigurinn þýðir að Njarðvík er nú með 28 stig líkt og bæði Valur og Haukar. Liðin sita í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Síðarnefndu liðin leika síðar í kvöld. Breiðablik er sem fyrr í næstneðsta sæti Subway-deildar kvenna með 12 stig að loknum 22 leikjum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira