Rúnar Alex kvaddi Arsenal með landsliðið í huga en gæti snúið aftur Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 16:01 Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven í vetur en liðið er um miðja deild í Belgíu. Getty Rúnar Alex Rúnarsson segir erfitt að svara því hvort að hann sækist eftir því að verða hluti af markmannateymi Arsenal á næstu leiktíð eða kjósi að vera hjá öðru félagi þar sem líklegra sé að hann spili fleiri leiki. Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira