Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2022 12:52 Vinakot er búsetuúrræði í Hafnarfirði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku. „Við hjá sveitarfélögunum höfum lengi kallað eftir samtali, og höfum verið í samtali, við ríkið um þessa þjónustu. Börn með sambærilegan vanda voru að fara inn á meðferðarheimili ríkisins hér áður en síðustu tíu árin eða svo hefur ríkið verið að loka þessum meðferðarheimilum eitt af öðru, Torfastöðum, Hvítárbakka og fleirum. Þar af leiðandi hefur þjónustan færst yfrir á sveitarfélögin,” segir Rannveig. Líkt og greint var frá í gær rannsakar lögregla nú alvarlega líkamsárás á hendur starfsmanni Vinakots í Hafnarfirði, búsetuúrræðis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Vinakot sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öryggisvistun fyrir skjólstæðinginn en að sveitarfélagið telji sig ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Rannveig segir að fæst sveitarfélög hafi bolmagn til að sinna slíkri þjónustu. „Við erum að tala um einstaklinga sem eru með krefjandi og fjölþættan vanda og í mjög viðkvæmri stöðu. Það er ekki sveitarfélaga að sinna slíkri þjónustu,” segir hún. „Það er samdóma álit sveitarfélaganna, og ég veit ekki betur en að fulltrúar ríkisins taki undir það, að þetta er þjónusta sem á heima hjá ríki og það ætti að ræða við sveitarfélögin um þessa þjónustu og hver henni er best fyrir komið.” Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Við hjá sveitarfélögunum höfum lengi kallað eftir samtali, og höfum verið í samtali, við ríkið um þessa þjónustu. Börn með sambærilegan vanda voru að fara inn á meðferðarheimili ríkisins hér áður en síðustu tíu árin eða svo hefur ríkið verið að loka þessum meðferðarheimilum eitt af öðru, Torfastöðum, Hvítárbakka og fleirum. Þar af leiðandi hefur þjónustan færst yfrir á sveitarfélögin,” segir Rannveig. Líkt og greint var frá í gær rannsakar lögregla nú alvarlega líkamsárás á hendur starfsmanni Vinakots í Hafnarfirði, búsetuúrræðis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Vinakot sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öryggisvistun fyrir skjólstæðinginn en að sveitarfélagið telji sig ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Rannveig segir að fæst sveitarfélög hafi bolmagn til að sinna slíkri þjónustu. „Við erum að tala um einstaklinga sem eru með krefjandi og fjölþættan vanda og í mjög viðkvæmri stöðu. Það er ekki sveitarfélaga að sinna slíkri þjónustu,” segir hún. „Það er samdóma álit sveitarfélaganna, og ég veit ekki betur en að fulltrúar ríkisins taki undir það, að þetta er þjónusta sem á heima hjá ríki og það ætti að ræða við sveitarfélögin um þessa þjónustu og hver henni er best fyrir komið.”
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira