Barcelona kom til baka eftir að fá á sig draumamark: Skoruðu sex í síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2022 13:10 Leikmenn Barcelona fagna einu af sex mörkm sínum í dag. Twitter@FCBfemeni Það virðist sem einhver sigurþynnka hafi verið í leikmönnum Barcelona eftir magnaðan 5-2 sigur á Real Madríd í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Liðið tók á móti Villareal í dag og var marki undir í hálfleik, það kom ekki að sök þar sem liðið vann á endanum 6-1 sigur. Yfirburðir kvennaliðs Barcelona á Spáni – og í Evrópu – eru gríðarlegir. Ríkjandi Spánar- og Evrópumeistarar unnu stórbrotinn sigur á Real Madríd í liðinni viku þar sem heimsmet var sett. Aldrei hafa fleiri komið saman og séð leik í kvennaknattspyrnu. Það virðist sem veislan í miðri viku hafi aðeins setið í leikmönnum liðsins en þær voru mjög óvænt 0-1 undir á heimavelli gegn Villareal. Mark gestanna var af dýrari gerðinni og verðskulduðu þær forystuna. Hvað sem átti sér stað í klefa Börsunga í hálfleik þá svínvirkaði það. OH MY (via @esport3)pic.twitter.com/rElLVz0plj— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Ekki nóg með að þrumuræðan hafi virkað heldur skiluðu skiptingarnar sér strax. Hin unga Claudio Pina kom inn af bekknum og skoraði strax tveimur mínútum síðar. Mínútu eftir það hafði hún komið Barcelona 2-1 yfir og leikurinn algerlega snúist við. Ana-Maria Crnogorcevic kom Börsungum í 3-1 áður en Pina fullkomnaði þrennu sína. Hinar norsku Ingrid Syrstad Engen og Caroline Hansen bættu svo við fimmta og sjötta markinu, lokatölur 6-1 toppliðinu í vil. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 78 stig eftir 26 leiki. Liðið hefur skorað 144 mörk og aðeins fengið á sig átta. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Yfirburðir kvennaliðs Barcelona á Spáni – og í Evrópu – eru gríðarlegir. Ríkjandi Spánar- og Evrópumeistarar unnu stórbrotinn sigur á Real Madríd í liðinni viku þar sem heimsmet var sett. Aldrei hafa fleiri komið saman og séð leik í kvennaknattspyrnu. Það virðist sem veislan í miðri viku hafi aðeins setið í leikmönnum liðsins en þær voru mjög óvænt 0-1 undir á heimavelli gegn Villareal. Mark gestanna var af dýrari gerðinni og verðskulduðu þær forystuna. Hvað sem átti sér stað í klefa Börsunga í hálfleik þá svínvirkaði það. OH MY (via @esport3)pic.twitter.com/rElLVz0plj— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Ekki nóg með að þrumuræðan hafi virkað heldur skiluðu skiptingarnar sér strax. Hin unga Claudio Pina kom inn af bekknum og skoraði strax tveimur mínútum síðar. Mínútu eftir það hafði hún komið Barcelona 2-1 yfir og leikurinn algerlega snúist við. Ana-Maria Crnogorcevic kom Börsungum í 3-1 áður en Pina fullkomnaði þrennu sína. Hinar norsku Ingrid Syrstad Engen og Caroline Hansen bættu svo við fimmta og sjötta markinu, lokatölur 6-1 toppliðinu í vil. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 78 stig eftir 26 leiki. Liðið hefur skorað 144 mörk og aðeins fengið á sig átta.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira