Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið í Úkraínu og þær skelfilegu fregnir sem berast frá bænum Bucha þar sem rússneskir hermenn virðast hafa framið stríðsglæpi.

Þá verður rætt um gagngerar breytingar sem ráðherra menningarmála vill gera á úthlutun listamannalauna.

Einnig fjöllum við um gagnrýni sem ljósmæður á Íslandi hafa orðið fyrir undanfarna daga og ræðum við lækni sem hefur komið þeim til varnar.

Að auki segjum við frá Grammy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt en þar bar söngkonan Dísella Lárusdóttir sigur úr bítum fyrir söng sinn í óperu eftir tónskáldið Philip Glass. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×