Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2022 23:30 Klopp er mjög ánægður að kvennalið Liverpool sé komið aftur upp í deild þeirra bestu. EPA-EFE/ANDREW YATES Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira