Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 14:43 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. apríl. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu. Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár. Bílastæði Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár.
Bílastæði Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira