Mikil gagnrýni kom fram á söluna á Alþingi í dag og vill fjármálaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir söluferlið. Faðir hans var einn kaupendanna.
Sameinuðu þjóðirnar ráku Rússa úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki geta gefið sér tíma til bollenginga varðandi hernaðarstuðning við landið því Rússar muni hefja risa tangarsókn í Donbas á næstu dögum.
Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir aðstæður á bráðadeild algerlega óviðunandi og hefja verði bygginu á nýju geðsjúkrahúsi án tafar. Og við bregðum okkur á Selfoss þar sem gamla Landsbankahúsið er þessa stundina að fá nýtt hlutverk í nýsköpun atvinnulífsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.