Mikil spenna á markaði þrátt fyrir að sveitarfélög eigi þúsundir lóða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Jón Kjartan Ágústsson er skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. einar árnason Þótt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samþykkt þúsundir lóða til íbúðabygginga er skortur á húsnæði og mikil spenna á markaðnum. Mögulega þurfi að setja kvaðir á byggingatíma við úthlutun lóða. Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira