Mikil spenna á markaði þrátt fyrir að sveitarfélög eigi þúsundir lóða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Jón Kjartan Ágústsson er skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. einar árnason Þótt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samþykkt þúsundir lóða til íbúðabygginga er skortur á húsnæði og mikil spenna á markaðnum. Mögulega þurfi að setja kvaðir á byggingatíma við úthlutun lóða. Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira