Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar um söluna á Íslandsbanka í beinni útsendingu en hluti þeirra sem fékk að kaupa í útboðinu er ekki lengur á meðal hluthafa. Stjórnarflokkarnir tapa fylgi eftir Búnaðarþingsmálið og söluna á bankanum samkvæmt nýrri könnun sem við segjum frá.
Þá verður rætt við tónlistarmanninn Auður sem segir mun á því að trúa þolendum og orðrómum. Hann viðurkennir brot en vill eyða gróusögum.
Við segjum líka frá því að refsivert verður aðstýra rafhlaupahjóli undir áhrifum gangi nýjar tillögur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp telur að beita þurfi meðalhófi.
Þetta og fleira klukkan 18:30 á Stöð 2, Bylgjunni og Stöð 2 Vísi.