Fjarðabyggð til framtíðar Eydís Ásbjörnsdóttir, Sigurður Ólafsson og Einar Már Sigurðarson skrifa 18. apríl 2022 20:30 Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili. Við lögðum af stað með metnaðarfullan málefnasamning þar sem stefnumál Fjarðalistans voru rauði þráðurinn - áhersla á velferð og bætt lífsgæði fjölskyldna. Þeim áherslum komum við í verk með ýmsum hætti: Verð skólamáltíða var lækkað í áföngum og eru þær nú gjaldfrjálsar, sem er mikil búbót fyrir barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Tekin voru upp ný vinnubrögð við snemmtæka íhlutun í málefnum barna. Verkefnið nefnist Sprettur og gengur út á teymisvinnu fagfólks og foreldra með það markmið að börn sem lenda í einhverskonar vanda fái viðeigandi aðstoð sem fyrst, áður en vandinn dýpkar. Til að koma verkefninu á laggirnar var skipulagi á fjölskyldusviði breytt og það stóreflt. Verkefnið er þegar farið að skila árangri í því að fyrirbyggja ónauðsynlegar þjáningar barna og fjölskyldna. Til lengri tíma mun það einnig skila miklum sparnaði. Tekjuviðmið og afsláttur eldri borgara og öryrkja af fasteignaskatti var hækkaður svo um munar. Einnig er boðið upp á garðslátt og snjómokstur fyrir þann hóp. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun tekin um fara í metnaðarfullt verkefni sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Töluverð áskorun reyndist að koma slíku verkefni á laggirnar í miðjum heimsfaraldri, en það hafðist og fer það af stað á þessu ári. Almenningssamgöngur hafa verið efldar til muna og nú er 16 mánaða verkefni í gangi sem miðar að því að meta þarfir til framtíðar. Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð gerðar gjaldfrjálsar. Fjarðabyggð hefur skuldbundið sig til að vera barnvænt sveitarfélag og innleiða þar með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Farið var í gagngera endurskoðun á stefnum sveitarfélagsins í ýmsu tengdu velferð, svo sem fræðslu- og frístundastefnu, jafnréttisstefnu, ferðamálastefnu og að auki er vinna hafin við stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara. Við höfum sinnt fleiru en velferðarmálunum af metnaði, því miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu. Umfangsmiklum vegaframkvæmdum á Fáskrúðsfirði er að ljúka. Lokið var við viðbyggingu leikskólans á Reyðarfirði og ákveðið að stækka leikskólann á Eskifirði, en þær framkvæmdir hefjast fljótlega. Rafveita Reyðarfjarðar seld og nýtt íþróttahús byggt fyrir andvirði hennar, sem mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Reyðarfirði. Miklar framkvæmdir voru í gangi á vegum hafnarsjóðs um alla Fjarðabyggð sem allar miða að því að bæta hafnaraðstöðu, en undirstaða velferðar íbúa í Fjarðayggð eru hinar öflugu grunnstoðir atvinnulífsins á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og fiskeldis, sem allt er hafnsækin starfsemi. Uppbygging ofanflóðamannvirkja í Fjarðabyggð hélt áfram og mikilvægt að þeim framkvæmdum ljúki sem fyrst. Þau mannvirki veita það öryggi og skjól sem hverjum einstaklingi og samfélagi er nauðsynlegt að eiga. Mikil uppbygging á göngu- og hjólastígum. Slíkar framkvæmdir þarf að vinna áfram af krafti sem víðast enda mikið öryggis- og lýðheilsumál. Ný umhverfis- og loftslagsstefna Fjarðabyggðar var unnin og samþykkt. Innleiðing hennar er þegar hafin. Aðalskipulag Fjarðabyggðar var endurskoðað, sem var mikil og þörf vinna. Slík stefnumótun er nauðsynlegur grunnur fyrir þá björtu framtíð sem við sjáum fyrir okkur í Fjarðabyggð. Við vitum nú betur hvert við stefnum sem samfélag. Þessi upptalning er ekki tæmandi, en dæmi um þá öflugu uppbyggingu sem við höfum unnið að á kjörtímabilinu. Árangur kjörtímabilsins er ekki síst ánægjulegur í ljósi þeirra miklu áskorana sem samfélagið þurfti að takast á við, svo sem ítrekaðan loðnubrest og heimsfaraldur. Ríksvaldið hvatti sveitarfélög til að halda sjó í framkvæmdum og rekstri til að styðja við eftirspurn á þessum erfiðu tímum og við gátum ekki látið okkar eftir liggja, sérstaklega í ljósi sterkrar stöðu sveitarfélagsins. Það að takast á við þessar óvæntu áskoranir var kostnaðarsamt, en þrátt fyrir allt stendur Fjarðabyggð betur fjárhagslega en flest önnur sveitarfélög. Við tókum þá ákvörðun að sækja fram frekar en að fara í niðurskurð og aðhaldsaðgerðir á erfiðum tímum og erum stolt af þeirri ákvörðun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks úr minnihlutanumhalda því nú fram að rekstur sveitarsjóðs hafi verið óábyrgur á kjörtímabilinu. Sá flokkur hefur þó ekki lagst með skýrum hætti gegn ákvörðunum meirihlutans, öðrum en niðurgreiddum skólamáltíðum (sem voru þeim sérstakur þyrnir í augum), sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar og nauðsynlegum en afar hagstæðum lántökum. Þeir firtast svo við þegar spurt er hvar hefði átt að skera niður og hvaða framkvæmdum þeir hefðu viljað sleppa og svara engu. Slíkt tal er því ódýrt. Þeir sleppa því líka að nefna að hallinn á rekstri síðasta árs er tilkominn vegna óvæntra breytinga á uppreiknuðum lífeyrisskuldbindingum, sem meirihlutinn hefur ekki ákvarðanavald yfir. Þær skuldbindingar hafa í raun ekki bein áhrif á reksturinn. Án þess höggs hefði A-hlutinn skilað ágætum afgangi og batinn í rekstri milli ára er umtalsverður. Það eru spennandi tímar framundan í Fjarðabyggð. Metnaðarfull áform eru á teikniborðinu um frekari uppbyggingu græns iðnaðar, öflug sjávarútvegsfyrirtæki halda áfram að vaxa og dafna og annar matvælaiðnaður, t.a.m. laxeldi er einnig í örum vexti. Í Fjarðabyggð þarf því að halda áfram uppbyggingu innviða og íbúðahúsnæðis, en framundan er mikill uppbyggingartími um land allt. Við slíkar aðstæður skiptir máli að leiðandi afl í sveitarstjórn hafi velferð og hamingju íbúanna í víðara samhengi að leiðarljósi. Fjarðalistinn verður áfram augljós valkostur þeirra sem vilja tryggja að áherslur velferðar og jöfnuðar verði í forgrunni í rekstri sveitarfélagsins. Við sem hér skrifum erum að draga okkur í hlé og viljum nýta tækifærið til að þakka íbúum Fjarðabyggðar traustið og samvinnuna á liðnum árum. Við keflinu tekur frábært nýtt fólk, sem við treystum fullkomlega fyrir forystu listans. Stefán Þór, Arndís Bára og Einar Hafþór eru ung, klár og dugleg og það verður gaman að sjá þau takast á við verkefnin sem bíða. Þeim til halds og trausts eru svo Hjördís Helga Seljan, Birta og Esther Ösp, sem allar hafa reynslu og þekkingu frá fyrri kjörtímabilum, auk þess að vera eldklárar og með félagshyggjuhjartað á réttum stað. Listinn allur er skipaður toppfólki sem vill leggja sitt af mörkum og við hlökkum til að fylgjast með þeim gera okkar góða samfélag enn betra. Framtíðin er því björt hjá Fjarðalistanum, eins og í Fjarðabyggð allri. Setjum X við L á kjördag! Höfundar eru forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og formaður SSA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili. Við lögðum af stað með metnaðarfullan málefnasamning þar sem stefnumál Fjarðalistans voru rauði þráðurinn - áhersla á velferð og bætt lífsgæði fjölskyldna. Þeim áherslum komum við í verk með ýmsum hætti: Verð skólamáltíða var lækkað í áföngum og eru þær nú gjaldfrjálsar, sem er mikil búbót fyrir barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Tekin voru upp ný vinnubrögð við snemmtæka íhlutun í málefnum barna. Verkefnið nefnist Sprettur og gengur út á teymisvinnu fagfólks og foreldra með það markmið að börn sem lenda í einhverskonar vanda fái viðeigandi aðstoð sem fyrst, áður en vandinn dýpkar. Til að koma verkefninu á laggirnar var skipulagi á fjölskyldusviði breytt og það stóreflt. Verkefnið er þegar farið að skila árangri í því að fyrirbyggja ónauðsynlegar þjáningar barna og fjölskyldna. Til lengri tíma mun það einnig skila miklum sparnaði. Tekjuviðmið og afsláttur eldri borgara og öryrkja af fasteignaskatti var hækkaður svo um munar. Einnig er boðið upp á garðslátt og snjómokstur fyrir þann hóp. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun tekin um fara í metnaðarfullt verkefni sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Töluverð áskorun reyndist að koma slíku verkefni á laggirnar í miðjum heimsfaraldri, en það hafðist og fer það af stað á þessu ári. Almenningssamgöngur hafa verið efldar til muna og nú er 16 mánaða verkefni í gangi sem miðar að því að meta þarfir til framtíðar. Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð gerðar gjaldfrjálsar. Fjarðabyggð hefur skuldbundið sig til að vera barnvænt sveitarfélag og innleiða þar með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Farið var í gagngera endurskoðun á stefnum sveitarfélagsins í ýmsu tengdu velferð, svo sem fræðslu- og frístundastefnu, jafnréttisstefnu, ferðamálastefnu og að auki er vinna hafin við stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara. Við höfum sinnt fleiru en velferðarmálunum af metnaði, því miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu. Umfangsmiklum vegaframkvæmdum á Fáskrúðsfirði er að ljúka. Lokið var við viðbyggingu leikskólans á Reyðarfirði og ákveðið að stækka leikskólann á Eskifirði, en þær framkvæmdir hefjast fljótlega. Rafveita Reyðarfjarðar seld og nýtt íþróttahús byggt fyrir andvirði hennar, sem mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Reyðarfirði. Miklar framkvæmdir voru í gangi á vegum hafnarsjóðs um alla Fjarðabyggð sem allar miða að því að bæta hafnaraðstöðu, en undirstaða velferðar íbúa í Fjarðayggð eru hinar öflugu grunnstoðir atvinnulífsins á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og fiskeldis, sem allt er hafnsækin starfsemi. Uppbygging ofanflóðamannvirkja í Fjarðabyggð hélt áfram og mikilvægt að þeim framkvæmdum ljúki sem fyrst. Þau mannvirki veita það öryggi og skjól sem hverjum einstaklingi og samfélagi er nauðsynlegt að eiga. Mikil uppbygging á göngu- og hjólastígum. Slíkar framkvæmdir þarf að vinna áfram af krafti sem víðast enda mikið öryggis- og lýðheilsumál. Ný umhverfis- og loftslagsstefna Fjarðabyggðar var unnin og samþykkt. Innleiðing hennar er þegar hafin. Aðalskipulag Fjarðabyggðar var endurskoðað, sem var mikil og þörf vinna. Slík stefnumótun er nauðsynlegur grunnur fyrir þá björtu framtíð sem við sjáum fyrir okkur í Fjarðabyggð. Við vitum nú betur hvert við stefnum sem samfélag. Þessi upptalning er ekki tæmandi, en dæmi um þá öflugu uppbyggingu sem við höfum unnið að á kjörtímabilinu. Árangur kjörtímabilsins er ekki síst ánægjulegur í ljósi þeirra miklu áskorana sem samfélagið þurfti að takast á við, svo sem ítrekaðan loðnubrest og heimsfaraldur. Ríksvaldið hvatti sveitarfélög til að halda sjó í framkvæmdum og rekstri til að styðja við eftirspurn á þessum erfiðu tímum og við gátum ekki látið okkar eftir liggja, sérstaklega í ljósi sterkrar stöðu sveitarfélagsins. Það að takast á við þessar óvæntu áskoranir var kostnaðarsamt, en þrátt fyrir allt stendur Fjarðabyggð betur fjárhagslega en flest önnur sveitarfélög. Við tókum þá ákvörðun að sækja fram frekar en að fara í niðurskurð og aðhaldsaðgerðir á erfiðum tímum og erum stolt af þeirri ákvörðun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks úr minnihlutanumhalda því nú fram að rekstur sveitarsjóðs hafi verið óábyrgur á kjörtímabilinu. Sá flokkur hefur þó ekki lagst með skýrum hætti gegn ákvörðunum meirihlutans, öðrum en niðurgreiddum skólamáltíðum (sem voru þeim sérstakur þyrnir í augum), sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar og nauðsynlegum en afar hagstæðum lántökum. Þeir firtast svo við þegar spurt er hvar hefði átt að skera niður og hvaða framkvæmdum þeir hefðu viljað sleppa og svara engu. Slíkt tal er því ódýrt. Þeir sleppa því líka að nefna að hallinn á rekstri síðasta árs er tilkominn vegna óvæntra breytinga á uppreiknuðum lífeyrisskuldbindingum, sem meirihlutinn hefur ekki ákvarðanavald yfir. Þær skuldbindingar hafa í raun ekki bein áhrif á reksturinn. Án þess höggs hefði A-hlutinn skilað ágætum afgangi og batinn í rekstri milli ára er umtalsverður. Það eru spennandi tímar framundan í Fjarðabyggð. Metnaðarfull áform eru á teikniborðinu um frekari uppbyggingu græns iðnaðar, öflug sjávarútvegsfyrirtæki halda áfram að vaxa og dafna og annar matvælaiðnaður, t.a.m. laxeldi er einnig í örum vexti. Í Fjarðabyggð þarf því að halda áfram uppbyggingu innviða og íbúðahúsnæðis, en framundan er mikill uppbyggingartími um land allt. Við slíkar aðstæður skiptir máli að leiðandi afl í sveitarstjórn hafi velferð og hamingju íbúanna í víðara samhengi að leiðarljósi. Fjarðalistinn verður áfram augljós valkostur þeirra sem vilja tryggja að áherslur velferðar og jöfnuðar verði í forgrunni í rekstri sveitarfélagsins. Við sem hér skrifum erum að draga okkur í hlé og viljum nýta tækifærið til að þakka íbúum Fjarðabyggðar traustið og samvinnuna á liðnum árum. Við keflinu tekur frábært nýtt fólk, sem við treystum fullkomlega fyrir forystu listans. Stefán Þór, Arndís Bára og Einar Hafþór eru ung, klár og dugleg og það verður gaman að sjá þau takast á við verkefnin sem bíða. Þeim til halds og trausts eru svo Hjördís Helga Seljan, Birta og Esther Ösp, sem allar hafa reynslu og þekkingu frá fyrri kjörtímabilum, auk þess að vera eldklárar og með félagshyggjuhjartað á réttum stað. Listinn allur er skipaður toppfólki sem vill leggja sitt af mörkum og við hlökkum til að fylgjast með þeim gera okkar góða samfélag enn betra. Framtíðin er því björt hjá Fjarðalistanum, eins og í Fjarðabyggð allri. Setjum X við L á kjördag! Höfundar eru forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og formaður SSA.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun