Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2022 21:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglu hafi borist ábending um að Gabríel væri að finna um borð í strætisvagni í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoða við aðgerðina og var för vagnsins stöðvuð. Þegar sérsveitarmenn fóru um borð í strætisvagninn kom strax í ljós að ekki var um Gabríel að ræða og yfirgáfu þeir því vagninn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að í kjölfarið hafi móðir drengsins í vagninum haft samband og lýst yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp væri komin, þar sem ungmenni í minnihlutahópi óttist að vera tekin í misgripum vegna útlits. Sömuleiðis hefur tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson harðlega gagnrýnt framferði lögreglu í málinu. „Það er óásættanleg sturlun að vopnuð sérsveit fari í aðgerðir og fjarlægi 16 ára barn, einungis af því að það er með sömu klippingu og eftirlýstur einstaklingur,“ segir hann í Facebook-færslu. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og útgefandi.Vísir/vilhelm Logi Pedro segir aðferðirnar sem lögreglan noti til að lýsa eftir eftirlýstum einstaklingum brotnar og geti greinilega sett mikið af Íslendingum með erlendan bakgrunn í hættulegar aðstæður. Atburðarásin kalli á verklagsbreytingar, afsökunarbeiðni frá lögreglunni og viðbrögð frá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. „Allir hlutirnir sem hefðu getað farið úrskeiðis í þessari vitleysu gera mann svo öskrandi reiðan. Við eigum ALDREI að sætta okkur við þessa atburðarás.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að bílstjóri umrædds strætisvagns telji að sérsveitin hafi gert þetta fagmannlega án alls æsings eða láta. Allt hafi þetta gengið yfir á örskömmum tíma. Sérsveitarmenn hafi stöðvað bílstjórann, farið inn í vagninn og skömmu síðar snúið við og farið út. Fordómar eigi aldrei rétt á sér Gabríel strauk frá lögreglu í gær og er að sögn hennar talinn vera hættulegur. Embætti ríkislögreglustjóra hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. „Fordómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættulegu fólki má ekki verða til þess að minnihlutahópar í okkar samfélagi upplifi óöryggi eða ótta við að samferðafólk þeirra tilkynni það til lögreglu án tilefnis,“ segir í tilkynningu. Jafnframt kemur fram að fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglunnar og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Ábendingar sem tengist málinu skuli eftir sem áður berast lögreglunni í síma 112. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. 20. apríl 2022 16:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglu hafi borist ábending um að Gabríel væri að finna um borð í strætisvagni í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoða við aðgerðina og var för vagnsins stöðvuð. Þegar sérsveitarmenn fóru um borð í strætisvagninn kom strax í ljós að ekki var um Gabríel að ræða og yfirgáfu þeir því vagninn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að í kjölfarið hafi móðir drengsins í vagninum haft samband og lýst yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp væri komin, þar sem ungmenni í minnihlutahópi óttist að vera tekin í misgripum vegna útlits. Sömuleiðis hefur tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson harðlega gagnrýnt framferði lögreglu í málinu. „Það er óásættanleg sturlun að vopnuð sérsveit fari í aðgerðir og fjarlægi 16 ára barn, einungis af því að það er með sömu klippingu og eftirlýstur einstaklingur,“ segir hann í Facebook-færslu. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og útgefandi.Vísir/vilhelm Logi Pedro segir aðferðirnar sem lögreglan noti til að lýsa eftir eftirlýstum einstaklingum brotnar og geti greinilega sett mikið af Íslendingum með erlendan bakgrunn í hættulegar aðstæður. Atburðarásin kalli á verklagsbreytingar, afsökunarbeiðni frá lögreglunni og viðbrögð frá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. „Allir hlutirnir sem hefðu getað farið úrskeiðis í þessari vitleysu gera mann svo öskrandi reiðan. Við eigum ALDREI að sætta okkur við þessa atburðarás.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að bílstjóri umrædds strætisvagns telji að sérsveitin hafi gert þetta fagmannlega án alls æsings eða láta. Allt hafi þetta gengið yfir á örskömmum tíma. Sérsveitarmenn hafi stöðvað bílstjórann, farið inn í vagninn og skömmu síðar snúið við og farið út. Fordómar eigi aldrei rétt á sér Gabríel strauk frá lögreglu í gær og er að sögn hennar talinn vera hættulegur. Embætti ríkislögreglustjóra hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. „Fordómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættulegu fólki má ekki verða til þess að minnihlutahópar í okkar samfélagi upplifi óöryggi eða ótta við að samferðafólk þeirra tilkynni það til lögreglu án tilefnis,“ segir í tilkynningu. Jafnframt kemur fram að fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglunnar og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Ábendingar sem tengist málinu skuli eftir sem áður berast lögreglunni í síma 112.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. 20. apríl 2022 16:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18
Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. 20. apríl 2022 16:24