Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð Stefán Þór Eysteinsson skrifar 22. apríl 2022 17:00 Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Matvælaframleiðsla Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun