Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag þar sem hún sagði að fjármála- og forsætisráðherra hefðu deilt áhyggjum sínum af fyrirkomulaginu við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í kvöldfréttum verður rætt við Lilju og þingmann Viðreisnar sem lét í ljós verulega óánægju með skýringar ráðherra á Alþingi í dag.
Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Við fjöllum nánar um málið og verðum í beinni útsendingu frá Vestmannaeyjum þar sem líflegt ferðamannasumar er sagt vera fram undan.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.