Ákvörðun Håland að fara til Dortmund hefur reynst báðum aðilum vel þar sem hann hefur skorað 58 mörk í 64 leikjum fyrir félagið. Þegar hann yfirgaf Red Bull Salzburg í janúar 2020 var talið líklegt að hann færi til Manchester United þar sem samlandi hans Ole Gunnar Solskjær var þjálfari.
Vistaskiptin hefðu orðið að veruleika hefði Dortmund ekki samþykkt klásúlu sem gerir Håland kleift að yfirgefa félagið nokkuð ódýrt í sumar. Frá þessu greindi Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri, Dortmund nýverið.
Erling Haaland would have moved to #MUFC rather than Borussia Dortmund if they had not put a release clause in his contract, according to chief executive Hans-Joachim Watzke.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 30, 2022
More from @awinehouse1 https://t.co/Xu3tTkkD6T
„Við samþykktum klásúluna, annars hefði hann farið til Manchester United,“ sagði Watzke í útvarpsviðtali á dögunum.
Nú virðist sem hinn 21 árs gamli Håland sé loks á leið til Manchester-borgar, en þó ekki rauða hlutans. Talið er að norski framherjinn hafi þegar samið við Manchester City og mun því leika í ljósbláu á næstu leiktíð.