Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en Peningastefnunefnd ákvað í morgun að hækka stýrivexti um eitt prósentustig.

Þá verður rætt við innviðaráðherra um ástand mála í tengslum við Reykjavíkurflugvöll en Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki fundinn.

Einnig ræðum við mætingar borgarfulltrúa á fundi í aðdraganda kosninga og tökum stöðuna á Úkraínu en Evrópusambandið kynnti í morgun nýjar refsiaðgerðir sem beinast gegn Rússum vegna innrásar þeirra í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×