Háskóli fyrir alla - Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi skrifar 4. maí 2022 16:16 Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun