Skattahækkun um bakdyrnar Þórður Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar