Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 10:33 Indriði bendir á að kosningar geti ekki verið neitt „sirka“ og hann hefði haldið að Landskjörstjórn vildi hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. vísir/vilhelm/aðsend Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira