Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 12:03 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið munu styðja við Flensborgarskólann við að greiða úr deilum innan skólans vegna skipunar nýs skólameistara, Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur. Vísir/Vilhelm - Stjórnarráðið Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent