Stöndum vörð um velferð allra Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:45 Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar