El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 10:43 Tilraun Nayibs Bukele, forseta El Salvador, um að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli virðist hafa beðið skipbrot. Vísir/EPA Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar. Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar.
Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42