Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verða nýafstaðnar sveitarstjórnakosningar fyrirferðamiklar.

Við tökum stöðuna í Reykjavík þar sem oddvitar fráfarandi meirihluta hafa ákveðið að vera samstíga í meirihlutaviðræðum að Vinstri grænum undanskyldum sem hafa ákveðið að sækjast ekki eftir því að vera í meirihluta. 

Þá verður rætt við Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, sem vann stórsigur í kosningunum og Hildi Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, en flokkurinn missti tvo fulltrúa. 

Einnig könnum við málin í öðrum bæjarfélögum en víða eru línu þegar teknar að skýrast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×